![]() | ![]() | ![]() |
---|
Akureyri 1862
Hvernig er að koma sem ferðamaður til Akureyrar árið 1862? Ganga eftir götuslóðum, sjá sólina lýsa upp timbur- og torfhúsin, sjá bryggjurnar gömlu standa út í Pollinn og íbúa kaupstaðarins í sínum daglegu erindum.
Um þetta snýst verkefnið Akureyri 1862 Við höfum unnið að því síðan 2011 að endurskapa kaupstaðinn með manni og mús til að gefa ferðalöngum tækifæri til að kynnast hinum horfna kaupstað á eigin forsendum.
Til að endurskapa kaupstaðinn eru notaðar bestu heimildir sem völ er á, m.a. nýjar mælingar, gamlar loftmyndir og kort, teikningar, ljósmyndir, málverk, fundargerðir byggingarnefndar og bæjarstjórnar, svo eitthvað sé nefnt.
Framsetningin er í formi sýndarveruleika þar sem besta fáanleg tækni er notuð til að gera upplifun heimsóknarinnar sannfærandi, fróðlega og afar spennandi.
Sagnalist Glerárgata 32 600 Akureyri
Kt: 670918-0410
