top of page
Laptop & Coffee
  • Sagnalist býður upp á fjölbreytta þjónustu í tengslum við skráningu og miðlun á menningarlegum og sögutengdum viðfangsefnum í samstarfi við Grenndargralið og Teiknistofu Norðurlands. Til viðbótar við frásagnir einstaklinga sinnir Sagnalist textagerð og framsetningu fyrir prent- og vefmiðla, söguskilti, bækur og hlaðvörp svo eitthvað sé nefnt.

Aðrar sögur

  • Lumar þú á góðum sögum sem þú vilt koma á framfæri við almenning á síðum dagblaðanna, í tímaritum eða á vefmiðlum en veist ekki hvernig þú átt að bera þig að?

  • Við aðstoðum lítt reynda sagnaritara  við að koma hugmyndum á blað, vinna með þær og birta á opinberum vettvangi eða gerum þetta allt fyrir þig. 

  • Starfsfólk Sagnalistar hefur um langt árabil komið að skrifum ýmiskonar fyrir prent- og vefmiðla. Hér má sjá sýnishorn af greinum  úr ranni Sagnalistar í gegnum tíðina.

blaðagrein.JPG

  • Er á döfinni að koma upp söguskilti til að mæta þörfum ferðaþjónustunnar eða einfaldlega tryggja varðveislu söguarfs, íbúum og gestum til yndis og ánægjuauka?

  • Við skráum texta og hönnum útlit svo útkoman verður vandaður minnisvarði um liðna tíð í heimabyggð.

  • Starfsfólk Sagnalistar veitir ráðgjöf og þjónustu við gerð söguskilta í samvinnu við Teiknistofu Norðurlands. Hér má sjá sýnishorn af söguskiltum úr ranni Sagnalistar.

kort.JPG

  • Ertu með stórtækari hugmyndir en svo að Lúxuspakkinn dugi? Við tökum að okkur umfangsmeiri verkefni við skráningar á sögum en pakkarnir þrír bjóða upp á.

  • Við skráum jafnt ævisögur sem sögulega atburði með bókaútgáfu í huga fyrir þá sem gera kröfu um aukinn orðafjölda, fleiri myndir og fjölbreyttara umbrot.

  • Starfsfólk Sagnalistar hefur reynslu af heimildaöflun, skráningu, markaðssetningu og sölu þegar kemur að bókaútgáfu. Hér má sjá sýnishorn af bókum úr ranni Sagnalistar. 

kristnesII_kapa_051017_preview-1024x676.
bottom of page