• Sagnalist býður upp á fjölbreytta þjónustu í tengslum við skráningu og miðlun á menningarlegum og sögutengdum viðfangsefnum í samstarfi við Grenndargralið og Teiknistofu Norðurlands. Til viðbótar við frásagnir einstaklinga sinnir Sagnalist textagerð og framsetningu fyrir prent- og vefmiðla, söguskilti, bækur og hljóðvörp svo eitthvað sé nefnt.

  • Lumar þú á góðum sögum sem þú vilt koma á framfæri við almenning á síðum dagblaðanna, í tímaritum eða á vefmiðlum en veist ekki hvernig þú átt að bera þig að?

  • Við aðstoðum lítt reynda sagnaritara  við að koma hugmyndum á blað, vinna með þær og birta á opinberum vettvangi eða gerum þetta allt fyrir þig. 

  • Starfsfólk Sagnalistar hefur um langt árabil komið að skrifum ýmiskonar fyrir prent- og vefmiðla. Hér má sjá sýnishorn af greinum  úr ranni Sagnalistar í gegnum tíðina.

  • Er á döfinni að koma upp söguskilti til að mæta þörfum ferðaþjónustunnar eða einfaldlega tryggja varðveislu söguarfs, íbúum og gestum til yndis og ánægjuauka?

  • Við skráum texta og hönnum útlit svo útkoman verður vandaður minnisvarði um liðna tíð í heimabyggð.

  • Starfsfólk Sagnalistar veitir ráðgjöf og þjónustu við gerð söguskilta í samvinnu við Teiknistofu Norðurlands. Hér má sjá sýnishorn af söguskiltum úr ranni Sagnalistar.

  • Ertu með stórtækari hugmyndir en svo að Lúxuspakkinn dugi? Við tökum að okkur umfangsmeiri verkefni við skráningar á sögum en pakkarnir þrír bjóða upp á.

  • Við skráum jafnt ævisögur sem sögulega atburði með bókaútgáfu í huga fyrir þá sem gera kröfu um aukinn orðafjölda, fleiri myndir og fjölbreyttara umbrot.

  • Starfsfólk Sagnalistar hefur reynslu af heimildaöflun, skráningu, markaðssetningu og sölu þegar kemur að bókaútgáfu. Hér má sjá sýnishorn af bókum úr ranni Sagnalistar. 

Hér koma upplýsingar um hljóðvarp Sagnalistar. 

 

Aðfaranótt laugardagsins 22. júlí árið 1984 skall sovéska skemmtiferðaskipið Estonia á Harðbak EA 303 frá Akureyri úti á opnu hafi. SvanurZophaníasson var um borð í Harðbaki umrædda nótt. Hann deilir upplifun sinni af árekstrinum með Sagnalist.

Hér má hlusta á frásögn Svans.