Search
  • Sagnalist skráning og miðlun

Á annan tug leiklesa fyrir útvarpsþátt á Rás 1

Sagnalist vinnur nú að gerð útvarpsþáttar sem byggður er á bókinni Í fjarlægð – saga berklasjúklinga á Kristneshæli. Þátturinn er unninn í samvinnu við RÚV og Hælið-setur um sögu berklanna.


Rétt eins og í bókinni verður rödd vistmanna í forgrunni. Auk sögumanns sem leiðir hlustandann áfram koma 11 leikarar við sögu í þættinum, af báðum kynjum og á öllum aldri. Þeir ljá berklasjúklingum á Kristneshæli rödd sín og spanna frásagnirnar um 30 ár, frá vígslu Hælisins árið 1927 og langt fram á sjötta áratuginn. Við sögu kemur unglingspiltur sem ritar í dagbók 1938, móðir sem skrifar bréf til dóttur sinnar árið 1944 og vistmaður sem les upp úr fundargerð árið 1955 svo eitthvað sé nefnt. Þá spilar tónlist veigamikinn þátt.


Þessa dagana eru leikarar þáttarins að koma sér fyrirí hljóðveri RÚV á Akureyri til að leiklesa, hver á fætur öðrum. Upptökur standa yfir fram að miðjum mars. Áætlað er að senda þáttinn út á Rás 1 á sumardaginn fyrsta eða uppstigningardag.

Auk sögumanns sem leiðir hlustandann áfram koma 11 leikarar við sögu í þættinum, af báðum kynjum og á öllum aldri.

61 views0 comments