
Addi og Binni bregða sér aftur til ársins 1910 þegar dramatískir atburðir áttu sér stað á Akureyri. Vinsæll bankastjóri hvarf um nótt og fannst hvorki tangur né tetur af honum þrátt fyrir mikla leit. Hver urðu afdrif bankastjórans? Fékk andlát eiginkonunnar hann til að grípa til örþrifaráða? Hafði bankastjórinn óhreint mjöl í pokahorninu? Dramatísk saga Friðriks Kristjánssonar í tveimur hlaðvarpsþáttum þar sem áhugaverðar sögupersónur svo sem María Flóventsdóttir, Matthías Jochumsson og Hulda Á Stefánsdóttir blandast inn í frásögnina.
Hlaðvarpsþátturinn Sagnalist með Adda og Binna er tekinn upp á slóðum landnámsmanna í Stúdíó Sagnalist. Arnar og Brynjar eru á heimilislegum nótum í Kristnesi þar sem þeir spjalla um gengnar kynslóðir og gleymda atburði yfir kaffibolla. Sannar og lognar sögur af aðli og almúga með Adda og Binna í hlaðvarpi Sagnalistar.
Comments