top of page
Search
  • arnar7

Bræddu setuliðsmenn málma í Hlíðarfjalli?

Í fjórða og síðasta þætti af Leyndardómum Hlíðarfjalls fer Orri Vésteinsson prófessor í fornleifafræði með Varðveislumönnum minjanna á slóðir hernámsliðsins í Hlíðarfjalli. Kolamolar, frauðkenndir steinar sem lent hafa í hita og bráðið berg liggur á víð og dreif á æfingasvæðinu norðan við Mannshrygg. Af verksummerkjum að dæma telur Orri að setuliðsmenn gætu hafa flutt steinkol upp hlíðina í því skyni að framkalla mikinn hita í fjallinu.


„Þetta er nú skrítið. Hvað hafa þeir verið að gera? Hér hafa þeir verið að bræða eitthvað jarðefni. Þetta eru steinkol og það gæti hafa verið hitagjafinn. Að drösla steinkolum hérna upp eftir, þá er það til þess að bræða eitthvað, eða sem sagt hita eitthvað. Það eru rannsóknarefni í þessu ennþá.“


Eftir athugun á svæðinu og vangaveltur kemur Orri með áhugaverða tilgátu um það hver tilgangurinn var með flutningi setuliðsins á steinkolum og múrsteinum upp í fjallið. Lokaþátturinn Í fortíðinni leynist sannleikur er nú aðgengilegur í hlaðvarpi Grenndargralsins.

Byssukúlur sem fundust í Hlíðarfjalli á dögunum

34 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page