Framkvæmdir hafnar við skrifstofu Sagnalistar
- arnar7
- Aug 16, 2019
- 1 min read
Þessa dagana vinnum við hörðum höndum að því að koma vinnuaðstöðu Sagnalistar í gagnið. Bækistöðvarnar eru í Eyjafjarðarsveit, n.t.t. í Kristnesi. Handtökin eru mörg en framkvæmdir ganga vel. Við áætlum að taka kontórinn í notkun fyrir fyrsta vetrardag.
Við hlökkum til að koma okkur fyrir á þessum notalega og sögufræga stað. Ekki skemmir fyrir að vera undir sama þaki og Hælið, setur um sögu berklanna. Stutt að skreppa yfir til Maríu Pálsdóttur & co á kaffihúsinu í rjúkandi heitt kaffi og smurt.


Comments