Search
  • Sagnalist skráning og miðlun

Gott stuð á skrifstofunni

Framkvæmdir við skrifstofuhúsnæði okkar í Kristnesi eru vel á veg komnar. Húsnæðinu hefur lítið sem ekkert verið haldið við í áratugi og því ófá handtökin sem biðu okkar þegar framkvæmdir hófust í lok sumars. Allt hefur þetta gengið samkvæmt áætlun og því útlit fyrir að við náum upphaflegu markmiði sem var að taka aðstöðuna í notkun fyrir fyrsta vetrardag.


Til að hægt sé að stinga í samband og lýsa upp rýmið á þann hátt sem nútímakröfur gera ráð fyrir er vissara að yfirfara rafmagnið. Enginn er betur til þess fallinn þegar kemur að Kristnesspítala og starfsmannabústöðunum í Kristnesi en Bjarki Árnason. Hann starfaði við Kristnesspítala í áraraðir og þekkir rafmagnslagnir á svæðinu betur en nokkur annar. Bjarki var við störf á Kristnesi í dag þar sem hann kom fyrir nýjum raflögnum og jarðtengdi. Má því gera ráð fyrir góðu stuði á skrifstofunni þegar hún tekur til starfa.


Bjarki Árnason dregur í á skrifstofu Sagnalistar


34 views0 comments