top of page
Search
  • arnar7

Hver átti peninginn í Hlíðarfjalli?

Grenndargralið segir frá fundi stríðsminja við rætur Hlíðarfjalls nú á dögunum á síðunni www.grenndargral.is. Ýmsir áhugaverðir munir eru þar á meðal svo sem skothylki, leifar af sprengjum, flöskur, eldhúsáhöld o.fl.


Einn hlutur sker sig nokkuð úr en það er gömul íslensk mynt. Um er að ræða tvo aura sem sennilega er slegin árið 1926. Peningurinn lá á miðjum sléttum steini, eins og honum hafi verið komið þar haganlega fyrir líklegast fyrir tæpum 80 árum síðan.


Hver er sagan á bak við peninginn í Hlíðarfjalli og hvers vegna lá hann á miðjum steininum? Sennilega fáum við aldrei að vita hana frekar en aðrar óskráðar sögur.

Peningurinn sem fannst í Hlíðarfjalli


33 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page