top of page
Search
  • arnar7

Raunir sæfara rifjaðar upp á sjómannadaginn

Haustið 2018 tók Grenndargralið viðtal við Svan Zophaníasson þar sem hann rifjaði upp örlagaríka sjóferð sem hann fór í sumarið 1984. Hann var um borð í Harðbaki EA 303 frá Akureyri þegar sovéskt skemmtiferðaskip skall af svo miklu afli á togarann úti á miðju hafi að stefni þess gekk á annan metra inn í hlið akureyrska togarans.


Brynjar Karl Óttarsson frá Grenndargralinu hitti Svan og tók upp samtal þeirra tveggja um atburðinn eftirminnilega 47 sjómílur suðvestur af Horni á svokölluðu Strandagrunnshorni fyrir 36 árum síðan. Samtalið varð kveikjan að umfjöllun um málið sem birtist í staðarblaðinu Norðurlandi í nóvember 2018. Í kjölfarið bjó Grenndargralið til sérstakan hlaðvarpsþátt sem byggður var á samtali þeirra Svans og Brynjars sem tekið var upp á síma í bakaríi á Akureyri.


Í dag, sjómannadaginn, er við hæfi að rifja upp frásögn Svans. Hér má hlusta á hlaðvarpsþáttinn.


Svanur Zophaníasson


46 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page