top of page

Sagnalist miðlar til starfsfólks MA í Kristnesþorpi

  • arnar7
  • Jun 21, 2019
  • 1 min read

Núverandi og fyrrverandi starfsfólk Menntaskólans á Akureyri, ásamt mökum, fór í sína árlegu vorferð á dögunum. Ekið var um Eyjafjarðarsveit með nokkrum vel völdum viðkomustöðum. Lagt var af stað frá MA, ekið yfir gömlu hreppamörkin við hinn forna Hrafnagilshrepp vestan Eyjafjarðarár. Þaðan var ekið áfram inn Eyjafjarðardalinn áður en haldið var til baka austan megin árinnar aftur til Akureyrar.


Fyrsti viðkomustaður var landnámsjörðin Kristnes þar sem sagan drýpur af hverju strái. Sagnalist bauð upp á ratleik um Kristnesþorp í sól og sumaryl. Ferðalangarnir gengu um Þorpið í litlum hópum, lásu sér til um sögu staðarins og tóku myndir. Gönguferð, samvinna, fróðleikur og skemmtun í Kristnesþorpi endaði svo með heimsókn til Maríu Pálsdóttur á Hælinu og hressingu í skógi vöxnum hlíðum Kristness.


ree
Starfsfólk MA gengur um söguslóðir í Kristnesi

 
 
 

Comments


bottom of page