top of page
Search
  • arnar7

Strangar heræfingar Hvítabjarna í Hlíðarfjalli

Í júní 1940 kom herflutningaskipið Andes til Akureyrar. Um borð var John Crook, 25 ára gamall lútenant í bresku herdeildinni Hallamshire. Herdeildin átti eftir að dveljast í Kræklingahlíð og í Hörgárdal um tveggja ára skeið en liðsmenn herdeildarinnar æfðu vetrarhernað í Hlíðarfjalli. Deildin, sem naut leiðsagnar norsku skíðaherdeildarinnar og staðsett var í Kræklingahlíð, gekk undir nafninu Polar Bears eða Hvítabirnir. Þeir höfðu sérstakan skjöld með mynd af ísbirni saumaðan á jakkann sinn.


Breskur hermaður að nafni Rex Flower, en hann var á Íslandi á sama tíma og Crook, sagði eitthvað á þessa leið um vetraræfingar breskra hermanna undir stjórn Norðmanna á Akureyri: Við vorum með viðeigandi útbúnað, buxur, skíðaúlpur í hvítu og gráleitu, bakpoka, netavesti, sérstaka skó eða klossa með áföstu litlu skíði. Allir urðu að taka þátt í þjálfuninni. Við vorum með björgunarþjálfun í tveggja manna tjöldum. Við urðum að vera í þeim í tvo daga með vopn, vistir og lítið eldstæði.“


Meira um áhættusamar æfingabúðir setuliðsmanna í Hlíðarfjalli í seinni heimsstyrjöldinni og sögusagnir um stríðsgóss í fjallinu í þriðja þætti af Leyndardómum Hlíðarfjalls. Þáttinn Hvítabirnir í Hlíðarfjalli má nálgast í hlaðvarpi Grenndargralsins.


John Crook í braggahverfinu við Djúpárbakka í Hörgárdal þar sem hann horfir í átt til Laugalandsheiðarinnar, vestan Hlíðarfjalls. Mynd fengin af http://www.irdp.co.uk/JohnCrook/index.html

32 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page