top of page
Microphone Sound Editing
  • SAGNALIST skráir frásagnir einstaklinga að þeirra eigin frumkvæði eða vegna beiðni frá aðstandanda og þá með samþykki viðmælanda.

  • SAGNALIST á mikið magn spurninga sem notast má við þegar viðtal er tekið. Viðmælandi hefur um þrjá möguleika að velja þegar kemur að uppbyggingu viðtals; a) SAGNALIST velur spurningar sem lagðar verða til grundvallar viðtalinu b) viðmælandi leggur til hluta spurninga c) viðmælandi leggur alfarið til þær spurningar sem notaðar verða. Hér má sjá spurningar Sagnalistar.

  • Starfsfólk Sagnalistar fer hvert á land sem er sé óskað eftir því og skal þá semja sérstaklega um kostnað því samfara. Viðtal fer ávallt fram á stað sem fellur að þörfum viðmælanda og SAGNALISTAR.

  • Viðtal getur hafist að undangenginni undirskrift starfsmanns SAGNALISTAR og viðmælanda/aðstandanda á sérstöku skjali um samkomulag um skráningu og miðlun á viðtali.                                           Hér má nálgast skjalið.

Hvernig fer viðtal fram?
20190729_153917[1].jpg
  • Grunnpakkinn hentar öllum þeim sem óska eftir þjónustu við að hljóðrita frásögn og færa yfir á tölvutækt form án frekari úrvinnslu. Með grunnpakkanum er varðveisla munnlegra heimilda tryggð í formi hljóðskrár með möguleika á frekari úrvinnslu á seinni stigum.

  • Viðmið grunnpakkans er 15-20 spurningar að lágmarki og/eða 60-90 mínútna langt viðtal. 

  • Innifalið í verði, auk viðtals, undirbúnings og eftirvinnslu, er hljóðskrá á sérmerktum USB-lykli í gjafaöskju. Heimsending er innifalin, hvert á land sem er.

  • Grunnpakkinn er góður valkostur fyrir þá sem vilja leggja grunninn með sem minnstri fyrirhöfn. Nóg er að velja spurningar og viðtalsstað í samráði við Sagnalist sem lýkur verkinu.                                                                                                                                                                                                Verð: 65.720 kr.                                                               

  • Smelltu til að sjá myndir af grunnpakkanum og nánari upplýsingar um verð á vöru og þjónustu Sagnalistar.          

Hafðu samband
  • Facebook
20190731_151342.jpg
  • Vinnslupakkinn kemur sér vel fyrir þá sem vilja þiggja þjónustu við að hljóðrita frásögn, færa hana yfir á tölvutækt form en fá hana einnig skráða sem ritvinnsluskjal. Með vinnslupakkanum er varðveisla munnlegra heimilda tryggð með hljóðskrá og áhyggjur af tímafrekum innslætti eru óþarfar. 

  • Innifalið í verði, auk grunnpakkans, er skráning hljóðskrár sem ritvinnsluskjal, vistað á USB-lykli auk þriggja útprentaðra eintaka af viðtalinu í harðspjalda pappamöppum sem henta vel til gjafa. Heimsending er innifalin, hvert á land sem er.

  • Yfirfærsla munnlegra heimilda yfir í ritað form getur verið tímafrek. Vinnslupakkinn er vænlegur kostur fyrir þá sem vilja spara sér sporin við innslátt og láta Sagnalist sjá um vinnsluna.                                                                                                                                                                                                        Verð: 124.000 kr.                                                             

  • Smelltu til að sjá myndir af vinnslupakkanum og nánari upplýsingar um verð á vöru og þjónustu Sagnalistar.                                 

Hafðu samband
  • Facebook
Forsíða-stærri - Copy.jpg
  • Lúxuspakkinn er hannaður sérstaklega fyrir þá sem óska eftir ítarlegri samantekt á frásögn viðmælanda. Með lúxuspakkanum fær viðskiptavinurinn vandaða útgáfu af viðtalinu í formi innbundinnar bókar.

  • Innifalið í verði, auk grunnpakkans og innsláttar, er innbundin bók sem geymir frásögn viðmælanda. Nokkrar útfærslur koma til greina m.t.t. uppsetningar, mynda, fjölda eintaka o.s.frv. Heimsending er innifalin.

  • ​Lúxuspakkinn fer alla leið. Að loknum undirbúningi og upptöku viðtals, innslætti og eftirvinnslu hefst vinna við umbrot og bókaútgáfu. Útkoman er eigulegur gripur með langan líftíma. Lúxuspakkinn er fyrir þá sem gera kröfur.

  • Lúxuspakkinn er í vinnslu.

Hafðu samband
  • Facebook
aðrar sögur.JPG
  • Ýmsir aðrir möguleikar en pakkarnir þrír eru í boði fyrir þá sem vilja koma sögu sinni á framfæri. Sagnalist leitar uppi fólk með eftirminnilega reynslu í farteskinu sem er tilbúið að deila henni með Sagnlist án nokkurs tilkostnaðar. Starfsfólk Sagnalistar sér um að skrá sögu viðkomandi, matreiða á áhugaverðan hátt og miðla til  áhugasamra lesenda og/eða hlustenda. 

  • Auk skráningar á frásögnum einstaklinga tekur Sagnalist að sér ritun texta og miðlun af ýmsu tagi í samstarfi við Grenndargralið og Teiknistofu Norðurlands. 

  • Starfsfólk Sagnalistar hefur víðtæka reynslu af textagerð, prófarkalestri og framsetningu á opinberum vettvangi. Má nefna yfirlestur ritgerða og handrita, afritun viðtala, ritun blaða- og tímaritsgreina, skráning og útgáfa bóka, dagskrárgerð fyrir útvarp og hlaðvarp og hönnun söguskilta. 

  • Hér er vettvangur fyrir þá sem óska eftir þjónustu Sagnalistar við skráningu og/eða miðlun sem pakkarnir þrír fela ekki í sér.                                                                                                                                                                         

  • Smelltu til að sjá nánari upplýsingar um aðrar sögur.

Hafðu samband
  • Facebook
bottom of page