
-
SAGNALIST skráir frásagnir einstaklinga að þeirra eigin frumkvæði eða vegna beiðni frá aðstandanda og þá með samþykki viðmælanda.
-
SAGNALIST á mikið magn spurninga sem notast má við þegar viðtal er tekið. Viðmælandi hefur um þrjá möguleika að velja þegar kemur að uppbyggingu viðtals; a) SAGNALIST velur spurningar sem lagðar verða til grundvallar viðtalinu b) viðmælandi leggur til hluta spurninga c) viðmælandi leggur alfarið til þær spurningar sem notaðar verða. Hér má sjá spurningar Sagnalistar.
-
Starfsfólk Sagnalistar fer hvert á land sem er sé óskað eftir því og skal þá semja sérstaklega um kostnað því samfara. Viðtal fer ávallt fram á stað sem fellur að þörfum viðmælanda og SAGNALISTAR.
-
Viðtal getur hafist að undangenginni undirskrift starfsmanns SAGNALISTAR og viðmælanda/aðstandanda á sérstöku skjali um samkomulag um skráningu og miðlun á viðtali. Hér má nálgast skjalið.